Potturinn er kominn í 100.000 kr.!

Þá er komið að því kvöldi sem margir hafa beðið eftir en mánudaginn 7. september verður potturinn spilaður út.
Potturinn sem er í 1. umferð verður spilaður út ef hann fer ekki út á venjulegan hátt.

Hvernig er hann spilaður út?

Áður en 1. umferð hefst gefst bingógesti kostur á snúa kúluvélinni og fá út úr henni happatöluna fyrir 1. umferðina.

Þegar 2. línur eru spilaðar tekur potturinn gildi sem þýðir að ef einhver heppinn bingógestur fær bingó á happatölunni þegar verið að spila 2. línur, 3. línur, 4. línur eða 5. línur fær bingógesturinn vinninginn fyrir viðkomandi línu auk 100.000 kr. sem er í pottinum.

Ef hann fer hinsvegar ekki út á 2. – 5. línum þá breytum við leiknum og spilum 10. línur en þá er engin happatala.
Heppinn bingógestur sem fær bingó þegar verið er að spila 10. línur fær 100.000kr.

Ef fleiri en einn fær eru með bingó í hvert skipti skiptist vinningurinn jafnt á milli þeirra.

Úr 100 manns í 200 manns.

Sama dag og potturinn verður spilaður út breytast reglur um takmarkanir í samkomubanninu.

Nálægðarreglu verður breytt úr 2 metrum í 1 metra og hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman fer úr 100 manns í 200 þegar nýjar reglur um takmarkanir á samkomum taka gildi á mánudaginn, 7. september.

Því höfum við tekið aðeins fleiri borð í notkun í stóra salnum auk þess sem að litli salurinn frammi við veitingasöluna verður opinn mánudaginn 7. september.

Nánar um bingóin á Covid tímunum er að finna á www.bingo.is/covid

 

4 thoughts on “Potturinn er kominn í 100.000 kr.!”

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *