01

fjöldatakmörk

Fjöldatakmörk

hámark 200 manns

Takmörkun á fjölda einstaklinga sem kemur saman miðast við 100 fullorðna.

Á meðan fjöldatakmarkanir standa yfir verður talið inn í Bingóið.
Fjöldi bingógesta getur aðeins náð 195 manns m.v. að 5 starfsmenn séu í húsinu á meðan bingóið fer fram.

Gott er að hafa í huga að neyðarhurðir við stóra salinn verða lokaðar svo hægt sé að telja réttan fjölda inn.

02

1 meter regla

nálægðartakmörk

1 meter reglan

Hvar sem fólk kemur saman og í allri starfsemi þarf að hafa a.m.k. 1 metra á milli einstaklinga sem ekki deila heimili. Þar sem ekki er hægt að tryggja 1 metra fjarlægð milli einstaklinga þarf að nota andlitsgrímu sem hylur nef og munn.

Búið er að taka fjölda borða úr umferð og biðlum við til fólks að virða það. 

Það er þó nægur fjöldi borða til að rúma þann fjölda sem má vera.

03

Aukaumferðin

Aukaumferðin

Myndum röð

Eins og áður verða blöðin í aukaumferðina seld í andyrinu.

Við biðjum fólk um að virða 1 metra regluna á meðan það er í röðinni. 

Miðasalan byrjar kl. 18:30 og lokar kl. 19:15.

04

1. - 11. umferð

1. - 11. umferð

Fáðu þér sæti

Aðeins þeir bingóspilarar sem hafa fengið sér sæti við borð geta keypt blöð og annan bingó varning.

Engin blaðasala verður frammi á gangi eins og verið hefur.

Það verða þrjár afgreiðslustúlkur að selja blöð inni í sal.

Vinsamlegast myndið ekki raðir inn í sal.

Við biðjum bingóspilara að kaupa þau blöð sem þeir ætla að spila á yfir kvöldið, strax í upphafi kvölds svo afgreiðsla gangi hratt og örugglega fyrir sig.

05

Sóttvarnir

Sóttvarnir

Handþvottur & spritt

Við biðjum alla bingóspilara að fá sér handspritt við komu.

Sprittbrúsar eru á víð og dreif um salinn svo það ætti ekki að fara fram hjá neinum.

Andlitsgrímur verða til sölu í sjoppunni / veitingasölunni gegn vægu gjaldi fyrir þá sem vilja.

Andlitsgrímurnar eru 3ja laga og standast gæðakröfur.

Andlistgríma kostar 100 kr.

Leiðbeiningar um notkun andlitsgríma má finna hér – SKOÐA