fbpx

Opið áfram og grímuna upp

Nú er aðeins búið að herða á sóttvarnaraðgerðum hér innanlands. Reglurnar koma þó ekki í veg fyrir að við getum haldið áfram.

Það verður því bingó Mánudaginn 8. nóvember og síðan Stórbingó 11. nóvember.

Grímuskylda

Þó ber að nefna að nú er grímaskylda á sitjandi viðburðum sem þessum og ber öllum bingógestum að nota grímur, líka þegar setið er.

Við treystum því að allir sýni því skilning og noti grímurnar.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest!

Nánar um hertar aðgerðir má lesa hér:

6. nóvember tekur gildi grímuskylda; skylt verður að bera grímu þegar ekki er unnt að virða 1 metra nálægðarreglu, s.s. í fjölmennum verslunum, almenningssamgöngum og viðlíka. Einnig verður skylt að bera grímu á sitjandi viðburðum (tekur gildi frá og með 6. nóvember).

  • Börn 15 ára og yngri eru undanþegin grímunotkun.
  • Starfsfólki sem veitir einstaklingsbundna þjónustu sem krefst nándar, t.d. hárgreiðslu, nudd og viðlíka, er ekki skylt að bera grímu enda er grímuskylda á viðskiptavinum.
  • Framhaldsskólanemar mega taka niður grímu eftir að sest er í kennslu þótt ekki sé hægt að viðhafa 1 metra nálægðarreglu.

Almennar fjöldatakmarkanir verða 500 manns: Á sitjandi viðburðum er heimilt að víkja frá eins metra nálægðarreglu meðan setið er, að því gefnu að allir beri grímu.

Hraðpróf og skipulagðir viðburðir: Heimilt verður að skipuleggja viðburði fyrir allt að 1.500 manns. Gestum á slíkum viðburðum er skylt, þrátt fyrir hraðpróf, að bera grímu ef ekki er unnt að virða 1 metra nálægðarreglu (tekur gildi frá og með 10. nóvember).

Sérstök heimild gildir áfram fyrir skólaskemmtunum í grunn- og framhaldsskólum með notkun hraðprófa.

Veitingastaðir þar sem heimilaðar eru vínveitingar: Opnunartími styttist um 2 klst. og ber að loka kl. 23:00 og rýma staðina fyrir miðnætti. Tekin verður upp að nýju skráningarskylda gesta og skulu vínveitingar bornar til sitjandi gesta (tekur gildi frá og með 10. nóvember).