fbpx

Bingó – 26/07/21

Bingó í kvöld, mánudaginn 26. júlí.

Þar sem hertar reglur tóku gildi 25. júlí síðastliðinn, þurfum við að biðja gesti um að virða grímuskylduna.

Einnig höfum við merkt miðju borðin þannig að ekki er leyfilegt að sitja við þau borð í salnum svo hægt sé að hafa nóg pláss á milli gesta.

Við erum búin að fylla vel á alla sprittbrúsa og hvetjum bingógesti til að spritta sig vel þegar þeir mæta.

Sjoppan verður opin en verður þó lokuð í hléi. Hvetjum fólk til að fara í sjoppuna fyrir og/eða eftir hlé til þess að næla sér í hressingu.

Við kunnum þetta öll! Sjáumst hress í kvöld og förum varlega 🙂