Áfram lokað

Samkvæmt reglugerði um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem tók gildi þann 13. janúar 2021 og gildir til 17. febrúar 2021 getum við ekki opnað bingóið að svo stöddu.

Sjá nánar á: https://www.covid.is/flokkar/gildandi-takmarkanir-i-samkomubanni

Fjöldi, nálægðarmörk, grímunotkun

Fjöldatakmörkun

Hámarksfjöldi einstaklinga í sama rými eru 20 með ákveðnum takmörkunum, bæði í opinberu rými og í einkarými. Þessi fjöldatakmörkun á þó ekki við um heimilisfólk á heimili sínu.

Börn Fjöldatakmörkun, nálægðarmörk og grímuskylda taka ekki til barna sem fædd eru 2005 eða síðar.

Fjöldatakmörkunin gildir ekki um almenningsamgöngur, hópbifreiðar, innanlandsflug, farþegaferjur og störf viðbragðsaðila (s.s. lögreglu, slökkviliðs, hjálparliðs almannavarna og heilbrigðisstarfsfólks). Einnig gildir hún ekki um störf ríkisstjórnar, ríkisráðs, Alþingis, þjóðaröryggisráðs og þegar dómstólar fara með dómsvald sitt. 

‍Nálægðarmörk

Á öllum vinnustöðum og í allri annarri starfsemi, s.s. kennslu, fyrirlestrum og kirkjuathöfnum þarf að tryggja 2 metra nálægðarmörkin á milli fólks sem er ekki í nánum tengslum.

Grímunotkun

Grímuskylda er þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðarmörk milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum. Grímuskylda á ekki við um börn fædd 2005 eða síðar. 

Andlitsgrímur skal nota í almenningssamgöngum, í verslunum og annarri þjónustu. Einnig skal nota andlitsgrímur þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðartakmörkun svo sem í heilbrigðisþjónustu, innanlandsflugi og -ferjum, almenningssamgöngum, leigubifreiðum og hópbifreiðum, í verklegu ökunámi og flugnámi, auk þess í menningarstarfsemi, starfsemi hárgreiðslustofa, snyrtistofa, nuddstofa, húðflúrstofa, hundasnyrtistofa, sólbaðsstofa og annarri sambærilegri starfsemi. Andlitsgríma skal hylja nef og munn.

Undanþegnir grímuskyldu eru þeir einstaklingar sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun. Jafnframt eru þeir undanþegnir grímuskyldu sem hafa ekki skilning eða þroska til að nota andlitsgrímu rétt eða geta það ekki af öðrum ástæðum, svo sem vegna heilsufars.

Starfsemi sem felur í sér sérstaka smithættu

Sviðslistir, bíósýningar og aðrir menningarviðburðir hafa heimild að hafa allt að 50 manns á sviði, þ.e. á æfingum og sýningum.  Heimilt er að taka á móti allt að 100 sitjandi gestum og þeim skylt að nota andlitsgrímu, einnig er heimilt að hafa að auki allt að 100 börn fædd 2005 og síðar. Sæti skulu númeruð og skráð á nafn. Hvorki hlé né áfengissala er heimil.

Veitingastaðir mega hafa opið til kl. 22:00 alla daga vikunnar en þurfa að fylgja 20 manna fjöldatakmörkunum og 2 metra nálægðarmörkum milli ótengdra einstaklinga. Heimilt er að selja mat út úr húsi til klukkan 23:00.

Lyfja- og matvöru- og aðrar verslanir mega taka á móti 5 manns á hverja 10 m² en að hámarki 100 manns svo lengi sem hægt sé að tryggja að minnsta kosti 2 metra á milli þeirra sem eru ekki í nánum tengslum.  Einnig er heimilt að hafa allt að 20 starfsmenn í sama rými og viðskiptavinir í verslunum að því gefnu að hægt sé að viðhalda 2 metra á milli einstaklinga.

Við útfarir mega allt að 100 einstaklingar vera viðstaddir, en í erfidrykkjum gildir hefðbundin fjöldatakmörkun, 20 einstaklingar í rými.

Sundstaðir eru opnir og heimilt er að hafa opið fyrir allt að 50% af hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi.

Heilsu og líkamsræktarstöðvar er heimilt að hafa opið fyrir skipulagða hópatíma þar sem þátttakendur eru skráðir og hafa skal hlé á milli tíma svo unnt sé að sótthreinsa búnað og snertifleti. Búnaður skal ekki fara á milli notenda í sama hópatíma og skal sótthreinsaður fyrir og eftir æfingu.  Búningsklefar skulu vera lokaðir. Börn fædd 2005 og síðar eru ekki talin með í gestafjölda. Hér er hægt að nálgast leiðbeiningar fyrir starfsemi heilsu- og líkamsræktarstöðva vegna COVID-19.

Skemmtistaðir, krár, spilakassar og spilasalir eru lokaðir.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *