fbpx

Tilslakanir 24. febrúar

Næsta bingókvöld verður fimmtudagskvöldið, 25. febrúar

Samkvæmt nýjustu reglugerðinni um takmörkun á samkomum vegna farsóttar getum við nú tekið á móti 200 manns ef öll eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt:

 • Allir gestir séu sitjandi og ekki andspænis hver öðrum.
 • Allir gestir séu skráðir, a.m.k. nafn og símanúmer.
 • Allir gestir noti andlitsgrímu.
 • Tryggt sé að fjarlægð milli ótengdra gesta sé a.m.k. 1 metri.
 • Áfengisveitingar séu ekki heimilar.
 • Komið verði eins og kostur er í veg fyrir frekari hópamyndun fyrir viðburð, í hléi og eftir viðburð.

Hægt er að lesa regulgerðina í heild sinni hér: https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=ab6a0c91-b016-4bf1-b5e1-b9ffd18edfa5

Nokkrar breytingar á bingókvöldunum sem taka gildi 25. febrúar

 • Allir bingógestir þurfa að gefa upp nafn og símanúmer við komu.
 • Veitingasalan verður opin þar sem hægt verður að fá nýsmurðar samlokur, heita/kalda drykki ásamt alls kyns góðgæti.
 • Litli salurinn verður lokaður.
 • Við spilum allar umferðirnar núna.
  • Aukaumferðina, 1, 2, 3, fyrra hraðbingóið, 4, 5, 6, 7, 8, 9, seinna hraðbingóið, 10, og 11. umferðina.
 • Áfram verður grímuskylda.
 • Húsið opnar kl. 17:30
 • Miðasala og veitingasala opnar kl. 18:30
 • Lestur aukaumferðar byrjar 19:19
 • Við getum ekki tekið á móti nýjum bingógestum eftir kl. 22:00